Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionsklúbburinn á Seyðisfirði var stofnaður árið 1965. Það voru nokkrir frammámenn í bænum sem stóðu að stofnun hans. Maður hugsaði ekki mikið um Lionsklúbbinn þá, fannst þetta vera hálfgerður snobb-klúbbur, þar sem fyrirmenn bæjarins voru í fararbroddi. Tíu árum seinna eða árið 1975 þá gekk ég í klúbbinn. Ég sé ekki eftir því. Það kom mér strax á óvart hve fjölbreytt starfið í klúbbnum var, og þessi hugsun sem liggur á bak við lionsstarfið fannst mér alveg frábær. Að leggja öðrum lið er sterkt orð og segir margt. Hugsjónir lionshreyfingarinnar eru mjög fallegar. Að gera eitthvað fyrir bæjarfélagið, umhverfið í kringum okkur og mannfólkið sem á undir höggi að sækja. Ég veit ekki hvar við hefðum þetta litla bæjarfélag Seyðisfjörð í dag ef ekki væri hér Lionsklúbbur. Sjúkrahúsið var byggt árið 1901 af kvennfélagi Seyðisfjarðar (hér voru tvö kvennfélög, kvennfélagið Kvikk). Sjúkrahúsið var rekið af bæjarfélaginu þar til ríkið yfirtók heilbrigðisgeirann. Lionsklúbburinn hefur frá upphafi lagt mikinn metnað í uppbyggingu á sjúkrahúsinu. Ef klúbburinn hefði ekki verið búinn að styrkja sjúkrahúsið með öllum þessum tækjum væri sennilega búið að leggja það niður. Það átti að skera allt niður, en sjúkrahús með svona góðum tækjum var hreinlega ekki hægt að leggja niður. Að vinna með öllum þessum félögum í klúbbnum, að hreinsun bæjarins, gróðursetningu og málun húsa og fleira er alveg frábært. Hjálparsjóður Lions LCIF er stórvirki . Geta brugðist við í neyð á stundinni er alveg frábært. Svo eru fundirnir og innra starf klúbbanna mjög skemmtilegt, samheldnin og vináttan sem skapast milli manna er alveg ómetanlegt. Maður þroskast mjög mikið á þessu starfi. Það er synd hve fáir ungir menn ganga í klúbbinn. Ég held það stafi fyrst og fremst af vanþekkingu, sumir halda að við mætum bara á fundum til að borða eða þvíum líkt. En það er misskilningur. Hvert það bæjarfélag sem ekki hefur Lionsklúbb fer mikils á mis. Vona ég svo að Lionshreyfingin eigi eftir að styrkjast og dafna um ókomin ár.
Jóhann Grétar Einarsson Lionsklúbbi Seyðisfjarðar.