Jólasveinalestur - „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft“

Jólasveinalestur
Jólasveinalestur

Það getur verið notaleg stund að kúra saman yfir bók við jólaljós. Þá er skemmtilegt að beita fjölbreyttum aðferðum við lesturinn t.d. að lesa með ólíkum röddum. Mikilvægt er að velja texta við hæfi og út frá áhugasviði barnsins.

Láttu barnið sjá þig lesa; það gæti verið skemmtileg upplifun fyrir barnið ef þú myndir líka taka þátt í áskorun jólasveinanna. Á vefnum http://krakkaruv.is/sogur/lestu er hægt að prenta út myndir af jólasveinunum og lestrarblað til að líma þá á. Barnið vinnur sér inn jólasvein með lestri, klippir hann út og límir á lestrarblaðið. Þegar búið er að fylla blaðið tekur þú mynd af því t.d. á síma eða annað snjalltæki og skráir barnið sem þátttakanda í jólasveinalestrinum ásamt því að senda inn myndina af lestrarblaðinu. 10 heppnir þátttakendur verða dregnir út 15. janúar og fá bókaverðlaun. 

Menntamálastofnun leitaði til Lestrarátaks Lions varðandi kynningu á verkefni þeirra í samstarfi við Félag fagfólks á skólasöfnum og KrakkaRÚV.
Verkefnið kalla þau - JÓLASVEINALESTUR og bjóða börnum í 1. -7. bekk að taka þátt.

Kæru Lionsfélagar: Þetta er skemmtilegt verkefni og varðar alla er koma að læsisuppeldi barna. Óskum við eftir þátttöku ykkar að dreifa þessu á félaga ykkar, vini og vandamenn. Nánari útskýringar er að finna í textanum hér að neðan. Jólalestur / Menntamálastofnun, þaðan er hægt að dreifa frekar á Facbook.
https://mms.is/frettir/jolasveinalestur-