Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionsstarf í okkar klúbbi gengur mjög vel og góð mæting er á félagsfundi. Okkur hefur gengið býsna vel að yngja upp í klúbbnum og hafa nýju félagarnir farið í Leiðtogaskólann sem ég tel vera grunninn að góðum lionsfélaga.. Ég tel allavega að ég hafi orðið betri og nytsamari félagi fyrir klúbbinn eftir að hafa farið í þennan skóla. Ég var reyndar svo tregur að ég fór tvisvar en það er nú önnur saga. Formaðurinnn hefur haldið vel um stjórnartaumana og séð til þess að skemmtilegir og fræðandi fyrirlestrar hafa verið á okkar félagsfundunum.. Við höfum verið að styrkja Björgunarsveitina Þorbjörn, RauðaKrossinn, Sambýli fatlaðra og marga fleirri sem ekki verður getið hérna. Tekið þátt í samvinnuverkefni með öðrum Lionsklúbbum á Suðurnesjum.
Elsti gesturinn, Gísli Hólm Jónsson, 92 ára.
Willard Fiske, Ólafur Ragnar formaður Lionsklúbbsins og Jónatan.
Okkar langstæsta fjáröflun , KÚTMAGAKVÖLD, fór fram föstudaginn 15. mars undir styrkri stjórn Gunnlaugs Ú Gunnlaugssonar formanns nefndarinnar. Þar mættu rúmlega 300 manns og samkomunni stýrði Gísli Einarsson af skörungsskap. Meðal skemmtiatriða voru Matti og Eyþór Ingi (idol) Þeir fóru á kostum og sýndi Eyþór Ingi á sér nýja hlið þegar han brá sér í líki Ladda. Góð skemmtun hjá þeim.
Gunnlaugur formaður kútmaganefndar.
Stjórnarskiptafundur verður hjá okkur 16. maí og þá taka við þeir Einar Bjarnason, formaður, Sigurður Ingvason, gjaldkeri og Halldór Karl Hermannsson, ritari.
Gunnar Vilbergsson
Lionsklúbbi Grindavíkur