Kútmagarnir gefa vel af sér

Lionsmenn öflugir í fjáröflun til góðgerðarmála

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is

Aegir_2012-10-29

Lionsklúbbar víða um land eru komnir á fullt við undirbúning kútmagakvölda, sem haldin eru á ýmsum tímum yfir vetrarmánuðina.

Eru þessi kvöld yfirleitt helsta fjáröflunarleið klúbbanna, sem í kjölfarið hafa látið gott af sér leiða til margs konar góðgerðarmála, m.a. til tækjakaupa á Landspítalanum. Fullyrða má að stuðningur Lionshreyfingarinnar við sjúkrastofnanir landsins nemur hundruðum milljóna króna undanfarin ár.

Lionsklúbbarnir Ægir og Fjölnir í Reykjavík efndu til sameiginlegs kútmagakvölds í fyrsta sinn síðasta vetur. Allur ágóði rann til kaupa á blöðruskanna fyrir hjartadeild Landspítalans, eins og kemur fram hér til hliðar.

Að sögn Óskars Hallgrímssonar hjá Ægi hafa kútmagakvöldin fylgt klúbbnum frá stofnun hans árið 1957. Eru þau jafnan haldin fyrsta föstudag í mars.

Þessi frétt kom í Morgunblaðinu 29. okt. 2012  >>>>>