Kvikmyndatökufólk frá höfuðstöðvum Lions í Bandaríkjunum við tökur á Íslandi

Þessa dagana er hópur kvikmyndatökufólks frá höfuðstöðvum Lions í Bandaríkjunum við tökur á Íslandi um verkefni Lions á Íslandi.  Þetta er mikill heiður fyrir Lions á Íslandi og verður efnið notað í ýmis myndskeið vegna neðangreindra verkefna.

Lögð er megin áhersla á eftirfarandi verkefni, sjá nánar í kynningarblaði vegna þess frá Guðrúnu Björt Yngvadóttir: >>>>

LCIF-verkefni

Augnskurðlækningatæki á LSH frá Lions, keypt með styrk frá alþjóðahjálparsjóðnum LCIF; m.a. viðtal við lækni, stjórnanda, sjúkling og Guðrúnu Björt um umsóknina, aðstæður og aðdraganda.  Sjá nánar um þegar tækið var keypt. >>>

Lions~Quest

Lions~Quest verkefnið fagnar 25 ára glæsilegu starfi og hefur átt vaxandi velgengni að fagna.m.a. viðtal við skólastjórnendur, nemendur og Aldísi Yngvadóttur, en hún er alþjóðlegur LQ-kennari.

Umhverfiverkefni

Íslenskir Lionsklúbbar hafa sinnt slíkum verkefnum um 30-40 ára skeið, t.d. skógrækt, fjöruhreinsun o.fl.; en alþjóðastjórn samþykkti stefnuyfirlýsingu í umhverfismálum 1972. Kvikmyndað var í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og í Vík í Mýrdal.  

Rofabarðaverkefnið þeirra í Vík er virkilega athyglivert og kvikmyndaliðið náði góðum tökum þar á tveimur stöðum, á Höfðabrekkuheiði og utan í Reynisfjalli.

Lions_kvikm_lLions_kvikm_IIILions_kvikm_IIEfst til vinstri er Melitta Cutright frá LCI, Ósk G. Aradóttir umhverfisfulltrúi 109B, Halldór Kristjánsson alþjóðasamskiptastjóri, Dan Morris og Doug Mara upptökumenn frá CBH kvikmyndafyrirtækinu, neðri mynd Aldís Yngadóttir Lions Quest, Árni B. Hjaltason vara umdæmisstjóri, Kristinn Kristjánsson fjölumdæmisstjóri, Anne Northrup frá CBH, Kristín Þorfinnsdóttir  umhverfisstjóri, Guðrún Björt Yngvadóttir fulltr í alþjóðarstjórn, Guðmundur Helgi Gunnarsson umdæmisstjóri og Hrund Hjartardóttir frv. fjölumdæmisstjóri.

Þegar gestirnir komu voru þessar myndir teknar

Fimmtudaginn 30. maí voru teknar upp myndir í Öldutúnsskóla og Ísaksskóla þar sem fór fram kennsla með námsefni Lions Quest

Í gær föstudag voru teknar upp myndir af uppskurði með nýja augnskurðartækinu og rætt við sjúklinga og lækna. 

Í dag laugardag voru mynduð ýmis skógræktarverkefni hjá Lionsklúbbunum í Hafnarfirði og Garðabæ og fjöruhreinsun hjá Seylu á Álftarnesi.  Við bíðum síðan spennt að sjá afrakstur þessara myndatöku.  Hér að neðan eru svipmyndir frá því myndatökunum.

L_HafnHér eru myndir frá Lkl. Hafnarfjarðar, þar sem tekið var upp tónlistarmyndband undir forsöng Björgúlfs Þorsteinsson form.  Þessi glæsidrossía er í eigu Magnúsar Ingjaldssonar í Lkl. Hafnarfjarðar.

 

Eik_IIEik_I
Viðtal tekið upp um skógræktarstarfið hjá Lionsklúbbnum Eik og síðan var stund til að fá sér kaffisopa.

SeylaFjöruhreinsun hjá Lionsklúbbnum Seylu.  Guðrún Helga Össurardóttir form. fór fyrir sínu liði.

Kvikmynd_MrdalurKvikmynduð voru skemmtileg umhverfisverkefni Suðramanna í Vík. Rofabarðaverkefnið þeirra í Vík er virkilega athyglivert og kvikmyndaliðið náði góðum tökum þar á tveimur stöðum, á Höfðabrekkuheiði og utan í Reynisfjalli. 
Á leiðinni til Víkur var tekið á móti kvikmyndaliðinu í fallegum garði á Selfossi sem ein af Emblunum á Dagrún Másdóttir og eiginmaður hennar Guðmundur sem er félagi í Lionsklúbbi Selfoss. Á bakaleiðinni var borðaður kvöldverður í boða Lkl. Embla í Golfskálanum á Selfossi