Landslið Lions á ferð til Fukuoka

Landslið Lions á ferð til Fukuoka

 

Landslið Lions á ferð til Fukuoka

Góðir félagar, nú er landslið okkar Lionsfélaga á leið til Fukuoka í Japan.  Það eru fyrst og fremst verðandi umdæmisstjórarnir okkar í A Gunnar Vilbergsson og kona hans Margrét Gísladóttir og í B Björg Bára Halldórsdóttir og maður hennar Sigurjón Bjarnason. Með þeim er verðandi fjölumdæmisstjóri Árni Brynjólfur Hjaltason ásamt Hafdísi Friðriksdóttir.

Verðandi yfirstjórn á leið til Japan

Með þeim fer líka sigurliðið það er Guðrún Björt Yngvadóttir með Jón Bjarna Þorsteinsson og allir afkomendur. Síðan ekki síst kjörnefndin hennar Guðrúnar Bjartar til að vinna kosninguna um annan vara alþjóðaforseta Lions.  Þau Kristinn Hannesson, Dagný Finnsdóttir, Kristín Þorfinnsdóttir og Einar Helgason. Í allt 18 frá Íslandi.

Kostninganefndin hennar Guðrúnar

Auk þess eru í sigurliðinu 6 félagar frá Noregi og tveir frá Danmörku.  Þetta er fámennt en harðskeytt lið sem mun rúlla þessu upp.  Þess utan er fjöldi sjálfboðaliða frá Evrópu og USA búið að lofa að aðstoða við verkefni.

 Við munum eftir bestu getu senda fréttir jafnóðum hér.