Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionsheimilinu Reykjavík, febrúar og mars 2014
Tími: 8.-9. febrúar og 1.-2. mars 2014 (tvær helgar = 4 dagar, alls 32 klst.)
Heimavinna( hópvinna) milli helga.
Staður: Lionsheimilið, Sóltúni 20, 105 Reykjavík
Þátttökugjald er 22.000 krónur. Innifalið er kennsla, námsgögn, matur og kaffi.
Umsóknarfrestur til 25.janúar 2014 Umsóknum svarað 30. janúar
Þátttakendur: Allir Lionsfélagar geta sótt um, bæði ungir og óreyndir félagar sem og reyndir embættismenn heyfingarinnar. Hámarksfjöldi er 30 manns.
Markmiðið er að þjálfa leiðtoga, byggja upp félagana og styrkja klúbbstarfið.
Efni: Kennt er efni sem Lions Clubs International hefur útbúið í leiðtogaþjálfun (Leadership Development) fyrir Leiðtogaskólana (Leadership Institute). Námsefni og kennsla er á íslensku.
M.a. verður kennt: Fundarstjórn, ræðumennska, stjórnunararstílar, leiðtogahæfileikar, samskiptahæfileikar, virk hlustun, að virkja og hvetja.
Hópstarf, samvinna og að byggja upp teymi. Frumkvæði, virkni, markmiðasetning og áætlanagerð. Að taka ákvarðanir og deila út verkefnum. Að leysa vandamál og stjórna deilum.
Stjórnun breytinga og upplýsingatækni.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á netinu og á Lionsskrifstofunni, sími 561-3122.