Lestrarátak – Barátta gegn ólæsi Alþjóðlegt Lionsverkefni

Lestrarátak

Lestrartak_Bartta_gegn_lsi4Þegar alþjóðarforsetar Lions hefja starfsárið sitt, kynna þeir gjarnan nýtt verkefni, sem er aðaláhersla þeirra og okkar það árið. Wayne Madden alþjóðaforseti í ár ákvað berjast gegn ólæsi og hvetja til lestrar. Hugtakið læsi, á ensku literacy, er notað um lágmarksfærni til að lesa texta og skrifa á tilteknu tungumáli. Það tekur því bæði til lestrar og ritunar. Þetta verkefni er einfalt og býður upp á marga möguleika, auðvelt að laga að aðstæðum. T.d. getur Lionsfélagi aðstoðað einstaklinga við lestur; Lionsklúbbur getur sinnt sínu byggðarlagi og klúbbar geta unnið saman á landsvísu við stærri verkefni. Við getum einnig stutt lestrarverkefni í þróunarríkjum og breytt og bætt líf margra kynslóða.

Lestrarverkefni í 10 ár

Verkefnið hefur fengið mjög góðar viðtökur alls staðar í heiminum. Á Evrópuþingi Lions sem var í Belgíu í september s.l., var verkefni kynnt og rætt í tveimur vinnuhópum. Lýstu menn yfir ánægju sinni með verkefnið og samþykkti Evrópuþingið að skora á alþjóðastjórn að sinna þessu verkefni næstu 10 árin. Á fundi alþjóðastjórnar í byrjun nóvember, var fjallað um þessa tillögu Evrópu og var hún einróma samþykkt. Langtímaverkefni skila betri árangri en skammtíma-verkefni og geta klúbbar núþegar byrjað að skipuleggja lestrarverkefni til lengri tíma.

Draumaverkefnið

Lestrartak_Bartta_gegn_lsi3Það hlýtur að vera draumaverkefni bókaþjóðarinnar að vinna að auknum bóklestri. Þetta er verkefni sem allir íslenskir klúbbar geta tekið þátt í, án mikils tilkostnaðar eða erfiðleika; bara skemmtilegt og gefandi. Lestrarátakið er til 10 ára og ekki vitlaust að byggja upp samstarf við skóla eða aðra í sveitarfélaginu, eða við samtök sem vinna að málefninu og að huga vel að þörfum blindra og sjónskertra. Tími eða peningar? Lions getur gert margt til að auka lestur, bæði í sjálfboðastarfi og með fjárstuðningi eða gjöfum. Það er mjög hvetjandi að veita börnum verðlaun fyrir bóklestur eða ritgerðasmíð. Lionsklúbbbar geta staðið að slíkum viðburðum með skólum eða kennurum. Lionsfélagar geta skipst á að lesa fyrir börn t.d. á bókasöfnum, það glæðir lestraráhuga. Svo lesum við auðvitað fyrir börnin okkar og barnabörn! Það er hægt að auka bóka- eða tölvukost í skólum og bókasöfnum. Rétt er að hafa samband við skóla og spyrja hvernig Lions gæti lagt þeim lið. Það má með sama hætti sinna blindum og öldruðum. Svo má nefna lestrarörðugleika vegna dislexíu eða ýmissa vandamála eða fötlunar. Það má styðja einstaklinga eða fjölskyldur sem glíma við dýr meðferðarúrræði og vinna með sérfræðingum á þessu sviðum.

Blindir lesa

Lestrartak_Bartta_gegn_lsiVið megum ekki gleyma okkar aðalverkefni, að vinna með blindum og sjónskertum. Að aukna tækifæri og möguleika á lestri, leiðir til aukins sjálfstæðis og bætts lífs fjölmargra blindra og sjónskertra einstaklinga. Það er aðeins flóknara og kostarsamara að gefa út bækur á punktaletri. Það er mikil þróun á þeim vettvangi og við getum svo sannarlega lagt þessum málaflokki lið. Lionsklúbbar gætu , m.a. stutt við bókaútgáfu og hljóðbókagerð. Þessi verkefni nýtast fólki á öllu landinu og eru glæsileg viðfansefni á landsvísu; góð hugmynd fyrir stærri klúbba og samstarfsverefni t.d. svæða.

Punktaletur

Blindrafélagið stendur núna fyrir punktaletursverkefni sem gætu fallið mjög vel að þessu. En það er verkefni sem felur í sér að gera punktaletursnotendum, sem leggja stund á tónlist, að lesa nótur á punktaletri. Einnig styður Blindrafélagið annað verkefni til að auka tölvulæsi fullorðins fólks sem er blint eða sjónskert, með þýðingu á tölvuforritinu „Guide“. Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins (khe@blind.is ) getur gefið nánari upplýsingar.

Kennslubók í þrívídd

Lestrartak_Bartta_gegn_lsi2Nýtt mjög áhugavert verkefni er núna í farvatninu, sem Kristinn nefndi sérstaklega, en það er bókin „Skoðum líkamann“ Kennslubók í þrívídd fyrir blind og sjónskert börn á aldrinum 6 til 8 ára, eftir Höllu Sigríði Margrétardóttur. Bókin mun vera fyrsta þrívíða bókin fyrir þennan hóp og er hún kynnt í nóvemberblaði Lions. Þetta er mjög glæsilegt og metnaðarfullt verkefni sem Lionsklúbbar gætu styrkt með sóma. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar geta haft samband við Höllu Siggu á netfangi: hallasigga@gmail.com
Barátta gegn ólæsi Talið er að um einn milljarður manna séu ólæsir í heiminum í dag og að einn af hverjum fjórum fullorðnum geti ekki lesið. Í Bandaríkjunum eru einn af hverjum sjö ólæsir, geta varla lesið auglýsingaskilti eða uppskrift. Í þróunarríkjunum er vandinn mun stærri. Með aukinni þekkingu getur fólk sigrast á fátækt, sjúkdómum og öðrum félagslegum meinum. Með lestrarkunnáttu geta einstaklingar öðlast sjálfstraust sem þarf til að móta eigin framtíð. Við þurfum að ná til fleiri barna í hættu. Við Lions gegnum mikilvægu hlutverki í baráttu við ólæsi og menntunarskorti og við styðjum þetta verkefni.

Viðurkenningar

Hver Lionsklúbbur sem sinnir verkefni í „Lestrarátaki Lions“ (Reading Action Program) og skráir það á rafræna verkefnaskýrslu Lions/LCI, fær sent sérhannað merki átaksins (merki til að setja á klúbbfánann). Hver umdæmisstjóri, þar sem að minnsta kosti helmingur klúbba umdæmisins tekur þátt í Lestrarátaki Lions (skráir það), fær sérstaka viðurkenningu til staðfestingar á árangri umdæmisins.