Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Þrír félagar úr Lionsklúbbnum Ylfu á Akureyri, María, Ingibjörg Elín og Anna örkuðu til vitundarvakningar um sykursýki í Kjarnaskógi við Akureyri. Fámennt en góðmennt. Veðrið var frábært og gengu þær hring á þessu frábæra útvistarsvæði. Þær stóðust heldur ekki mátið að leika sér aðeins og tóku eina þrautabraut í leiðinni. Tæpir sjö kílómetrar voru gengnir sem tók um tvær klukkustundir.
Áður en lagt var af stað virkjuðu þær í símunum sínum smáforritið frá www.charitymiles.org sem mælir vegalengdina sem gengin er og greiðir smá upphæð inná málefni að eigin vali. Charitymiles er samstarfsaðili í sameiginlegu verkefni Lionshreyfingarinnar og Johnsson & Johnsson „Sight for kids“ sem sagt var frá september blaði Lions og þar eru frekari upplýsingar að finna. Verkefnið „Sight for kids“ nýtur því góðs af um leið og við minnum á alvarleika sykursýkinnar.
Höfundur greinar er Anna Blöndal