Lions Quest

 

quest_logo 90x60 copyLions-Quest verkefnið hefur verið samstarfsverkefni Lionshreyfingarinnar á Íslandi og Námsgagnastofnunar til margra ára. Í verkefninu felst útgáfa á námsefninu Að ná tökum á tilverunni og námskeiðahald fyrir kennara og aðra sem ætla að nýta efnið í vinnu með ungu fólki. Í sátt og samlyndi er annað Lions-Quest námsefni sem einnig tilheyrir verkefninu.

Alþjóðhreyfing Lionsklúbba og fræðslustofnunin Quest International hófu samstarf um útgáfu námsefnis í lífsleikni árið 1984. Frá þeim tíma hefur Lions-Quest námsefni verið gefið út í fjölmörgum löndum og heimsálfum og verið þýtt á fjölda tungumála.
Að ná tökum á tilverunni er ætlað 11 til 14 ára nemendum. Námsefnið hæfir vel þeim markmiðum sem sett eru fram í Aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni 1999 varðandi þætti sem snúa að félags- og tilfinningatengdri hæfni nemenda. Í efninu er sérstök áhersla á jákvæðan og heilbrigðan lífsstíl og það nýtist vel tengslum við fíkniefnavarnir í skólum.
Námsefnið Í sátt og samlyndi hentar 13 til 15 ára nemendum og þjálfar samskiptahæfni. Því er m.a. ætlað að fyrirbyggja ofbeldi og einelti.
Lionshreyfingin hefur haft það að markmiði að vinna lífsleikni brautargengi í skólum með því að styðja við Lions-Quest verkefnið.

Hlekkur á Lions Quest síður alþjóðarhreyfingar Lions.

Hlekkur á Lions Quest síður Námsgagnastofnunar

Söguleg atriði:
1987        Samþykkt á fjölumdæmisþingi að Lionshreyfingin vinni að þessu verkefni.
1988        Fyrsta námskeiðið á Íslandi og tilraunakennsla hefst í tíu skólum á vegum menntamálaráðuneytisins.
1990        Námsefnið gefið út hjá Námsgagnastofnun.
1998        Í sátt og samlyndi gefið út hjá Námsgagnastofnun.
2000        Lions-Quest námsefni þýtt á tíu tungumál og kennt í yfir 30 löndum.
2001        Ný og endurbætt útgáfa af Að ná tökum á tilverunni með smásögum eftir íslenska höfunda.
2002        Alls hafa verið haldin 48 námskeið með 1275 þátttakendum.