Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Þann 17. janúar 2014 var þúsundasti fundur Lkl. Borgarness haldinn með glæsibrag en klúbburinn var stofnaður þann 2. apríl 1957. Fundurinn var haldinn á Hótel Borgarnesi og var mökum boðið og var heildarfjöldi veislugesta 43 þar af 23 félagar en þennan veturinn eru 31 félagi í klúbbnum.
Guðmundur Ingimundarson og Ingibjört kona hans.
Haukur og Ragnheiður
Þóra og Jón
Skúli formaður
Hefðbundin málefnadagskrá endaði með því að Skúli G. Ingvarsson formaður sýndi gamlar blaðaúrklippur frá starfsemi félagsins. Það var virkilega gaman að sjá þessar gömlu úrklippur og þá ungu glæsilegu menn sem prýddu myndirnar, en ekki er laust við að brjóstkassinn hafi sigið örlítið á nokkrum þeirra frá því að þær voru teknar. Eftir það var slegið á létta strengi og var Gísli Einarsson veislustjóri. Valið á Gísla var ekki af því að hann býr í næsta húsi við hliðina á hótelinu og þar með enginn ferðakostnaður heldur fyrst og fremst af því að hann er einstakur skemmtikraftur.
Á fundinum var öllum félögum afhend vasaljós að gjöf, merkt klúbbnum og fundanúmerinu. En þegar félagar höfðu fengið þau í hendur beindu þeir ljósinu að Gísla veislustjóra til að hann yrði nú vel upplýstur. Það er skemmst frá því að segja að Gísli Einarsson fór algerlega á kostum sem veislustjóri þannig að gesti var farið að verkja í brosvöðvana. Aðallega var grínið þó á kostnað félaganna enda af nógu að taka. Inn á milli brustu menn í söng undir öruggri stjórn Jökuls Helgasonar sem spilaði undir á gítar.
Eftir þessa frábæru skemmtun afhentum við Gísla smá glaðning fyrir hans skemmtilega innlegg í fundinn, m.a. í bundnu máli, en Kristján Björn Snorrason frv. félagi okkar gerði nokkrar vísur um lífshlaup Gísla. Alls voru þetta 19 vísur og hér er sú fyrsta og sú síðasta:
Um Gísla Einars get ég sagt,
Gáfumenni í salnum.
Að í hann þótti lítið lagt
Í Lundareykjadalnum.
Það er býsna þekkilegt
Á þúsundasta fundi.
Að sýna gleði og sanna mekt
Sninningnum frá Lundi !!
Haukur ritari
Haukur Þórðarson, ritari