Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Í vetur hefur Krókur verið að innleiða vináttuverkefni Barnaheilla sem vinnur gegn einelti. Í verkefninu er stór bangsi sem heitir Blær og er hann táknmynd vináttunnar. Hann minnir börnin á að gæta hvers annars vel og að vera góður félagi. Einnig fá öll börn litla hjálparbangsa sem er vinur sem þau geta leitað til og tjáð tilfinningar sínar.
Hjálparbangsarnir tákna samfélag vináttu og þurftu þeir stað til að búa á. Halla Kristín Sveinsdóttir hannaði og saumaði vasateppi fyrir bangsana og Lionsklúbbur Grindavíkur gaf skólanum eitt teppi á hverja deild.
Hér má sjá nánar um vináttuverkefnið á heimasíðu Grindavíkurbæjar.