|
Lionsfélagar komu færandi hendi á Sólborg: Frá vinstri Bjarndís Frið- riksdóttir, Bjarni Jóhannsson og Sigurður Pétursson ásamt Helgu Björk Jóhannsdóttur leikskólastjóra. Mynd: Sólborg | |
Lionsfélagar komu færandi hendi á Sólborg: Frá vinstri Bjarndís Friðriksdóttir, Bjarni Jóhannsson og Sigurður Pétursson ásamt Helgu Björk Jóhannsdóttur leikskólastjóra. Mynd: Sólborg
Lionsklúbbur Ísafjarðar færði leikskólunum á starfssvæði sínu, Ísafirði, Hnífsdal og Súðavík jólaglaðning í morgun. Það er árviss hefð í starfi klúbbsins að styðja við starf leikskólanna í bænum með peningagjöf.
Stjórnarmenn Lionsklúbbsins heilsuðu uppá starfsfólk og börn á leikskólunum og voru svo heppnir að hitta á svokallað sokkastund í leikskólanum Sólborg á Ísafirði. Þar sungu börnin jólalög í sameiginlegri stund og þökkuðu þannig fyrir sig. Í Hnífsdal mættu stjórnarmenn vöskum strákum og stelpum sem voru að tygja sig út í göngutúr til að skoða jólaljósin og á Eyrarskjóli var hópur kominn í endurskinsvestin á leið í göngutúr út í snjóinn. Það er líf og fjör í leikskólunum og víst er að stuðningur Lionsfélaga mun nýtast börnunum og skólunum í starfi þeirra.
Nú er skötusala Lionsklúbbsins komin á fulla ferð fyrir Þorláksmessu. Mikil eftirspurn er eftir þessari gæðaframleiðslu Ljónanna, enda komin áralöng reynsla á framleiðsluna. Verkun á skötu og harðfiski og sala afurðanna er helsta fjáröflunarleið klúbbsins á Ísafirði.
Sjá frétt í fréttablaðinu Skutull á Ísafirði
>>>>