Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionsklúbbur Patreksfjarðar gaf Patreksskóla stórkostlega gjöf nú í vikunni, en það eru hvorki meira né minna en 15 DELL fartölvur handa nemendum skólans. Það er ekki spurning að þessi gjöf kemur sér einkar vel, enda tölvukostur skólans að ganga úr sér, bæði hvað varðar aldur tölvanna sem og getu þeirra til að fást við nýjustu forritin. En eins og allir vita fleygir tölvutækninni fram og ekki auðvelt fyrir stofnanir eins og grunnskóla að fylgja henni eftir á réttum hraða. Þessi gjöf kemur sér því sérlega vel, enda eru nú samræmd próf orðin rafræn og þessi gjöf gerir nemendum auðveldara að vinna prófin, auk þess að auka fjölbreytni.
Fyrir tveimur árum kom Lionsklúbbur Patreksfjarðar einnig færandi hendi með stórkostlega gjöf handa skólanum, en þá gáfu þeir skólanum 22 spjaldtölvur (ipada) sem hafa aukið möguleika og fjölbreytni í kennslu svo um munar. Lionsklúbburinn hefur einnig áður gefið Patreksskóla gjafir, m.a. bækur gegn einelti og studdi með því starf skólans á því sviði.