Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Mánudagskvöldið 31. mars sl. urðu þau ánægjulegu tíðindi að Lionsklúbbur var stofnaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Klúbburinn er eingöngu skipaður karlmönnum. Stofnfélagar eru 34 og er von á að nokkrir bætist við. Sá yngsti í hópnum er 32 ára og sá elsti 69 ára. Klúbbfélagarnir koma úr mörgum starfsgreinum og eru þeir flestir búsettir í hreppnum.
Stofnfélagar ásamt Kristófer.
Stofnfundurinn var haldinn í Hestakránni og mættu þar auk stofnfélaga margir embættismenn úr Lionshreyfingunni. Kosið var um nafn klúbbsins og hlaut hann nafnið Dynkur eftir hinum fagra fossi í Þjórsá. Formaður hins nýja klúbbs var kjörinn Jóhannes Eggertsson, Sléttabóli. Gjaldkeri er Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, Hraunbrún, ritari er Oddur G. Bjarnason, Stöðulfelli og varaformaður Björgvin G. Sigurðsson, frá Skarði. Hverjum Lionsklúbbi er nauðsynlegt að eiga siðameistara og er það Sigurður Björgvinsson í Skarði sem hefur það hlutverk. Lionsklúbburinn Geysir er móðurklúbbur hins nýja klúbbs og fer vel á því að hann eignist barn þar sem sá klúbbur á þrítugsafmæli nú í apríl.