Lionsklúbburinn á Húsavík gefur bangsa

Frétt af vef Slökkviliðs Akureyrar:
Í dag komu til okkar félagar úr Lionsklúbbnum á Húsavík færandi hendi. En tilefnið var að færa okkur sjúkraflutningamönnum og Akureyrardeild rauða krossins  100 bangsa. Bansarnir eru hugsaðir til handa okkar yngstu skjólstæðingum sem þurfa að nota sjúkrabíla eða sjúkraflug. Við í slökkviliði Akureyar erum afar þakklátir fyrir þessa rausnalegu gjöf þeirra Lionsmanna og vitum að bangsarnir koma að góðum notum. Bangsar af þessu tagi hafa áður verið notaðir í sama tilgangi og reynst afar vel. Sögur fara af því að þeir fylgi okkar yngstu skjólstæðingum í gegnum sitt ferli tengt slysum eða veikindum. Fjárskortur olli því að ekki var mögulegt að viðhalda því að hafa ávallt tiltæka bangsa í bílunum og leitaði því einn starfsmaður liðsins Alfreð Birgisson til þeirra Lions manna. Tekið var afar vel í þessa bón og í dag komu þeir til okkar hér á slökkvistöðina og afhentu gjöf sína. Það er von Lionsmanna að geta síðan viðhaldið þessu verkefni.

Fréttina má sjá hér og fleiri myndir
Bangsar_fani_kobbsins_og_gjafabref 
Afhending