Lionsklúbburinn Bjarmi á Hvammstanga afhendir neyðarbúnað

Lionsklúbburinn Bjarmi afhenti á næst síðasta degi ársins 2012 Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga neyðarbúnað sem nota á ef til þess kemur að sinna þurfi hópslysi. Í ljós kom eftir sameiginlega hópslysaæfingu í Víðidal nú íhaust að nokkuð vantaði á þann búnað sem stofnunin hefur yfir að ráða.

Hvammstangi_1113376
Á mynd frá afhendingu eru frá vinstri talið: Hólmfríður Berentsdóttir, deildarstjóri, Valdimar Gunnlaugsson formaður Bjarma, Geir Karlsson yfirlæknir, Gunnar Sveinsson gjaldkeri Bjarma, Helga Hreiðarsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur og Hörður Gylfason ritari Bjarma.

Leitað var til ýmissa félagasamtaka í héraði um að styrkja búnaðarkaupin.
Lionsklúbburinn Bjarmi kom á mjög myndarlegan hátt að þessu verkefni og
afhenti Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga í dag ýmiss konar búnað til
notkunar á vetvangi hópslysa alls að verðmæti um 300 þúsund krónur. Fram
kom í máli stjórnenda stofnunarinnar að nú væri stofnunin vel búin til að takast á við stórt útkall þó svo að vonandi komi ekki til þess. Færðu þau félögum í Bjarma innilegar þakkir fyrir rausnarlegan stuðning. Að öðrum ólöstuðum hefur Hólmfríður Berentsdóttir deildarstjóri starfað ötullega að þessum búnaðarkaupum fyrir hönd stofnunarinnar. Allmargir félagar í Lionsklúbbnum Bjarma mættu við afhendinguna til að skoða búnaðinn og var virkni hans reynd á nokkrum þeirra.

Sjá frétt hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands >>>>