Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Það átti sér stað viðburður í Hveragerði þriðjudaginn 5 maí síðastliðinn. Þá var stofnaður lionsklúbburinn Eden með 20 félögum og er það kvennaklúbbur. Klúbburinn byggir á góðum grunni, rætur hans ná aftur til ársins 2008 þegar forveri klúbbsins Lionsdeildin Eden var stofnuð. Móðurklúbbur hins nýja klúbbs og deildarinnar einnig er eins og vænta mátti Lionsklúbbur Hveragerðis.Sá sem þetta ritar hefur fylgst með starfi Lionsdeildarinnar Eden frá upphafi og ekki hefur dulist að þar hefur starfið verið kraftmikið. Verkefni hafa verið unnin og málum lagt lið af myndarskap, samstarf við móðurklúbbinn hefur verið náið. Ekki þarf að efa að elja einstakara félaga í Lionsklúbbi Hveragerðis á sínum tíma og enn fremur mikil þrautseigja þeirra kvenna sem lögðu upp í þessa vegferð í upphafi starfsins og hafa verið með til þessa dags á stærstan þáttinn í að barnið er orðið fullvaxta eins og segja má. Á stofnfundi Lionsklúbbsins sem haldinn var í Listasafni Árnesinga mætti fjöldi fólks. Má þar nefna auk nýju félaganna, Umdæmisstjóri 109A, annar varaumdæmisstjóri fulltrúar flestrar klúbba í Árnessýslu og nokkurra klúbba af höfuborgarsvæðinu. Þess má geta að Emblufélagar mættu í stórum hóp. Klúbbnum nýstofnaðar bárust góðar gjafir og góðar óskir. Margar skemmtilegar ræður voru fluttar og góður andi sveif yfir samkomunni. Anna Margrét Þorfinnsdóttir formaður lionsdeildarinnar Eden, setti samkomuna og fól hún Kristni Kristjánssyni fyrrv fjölumdæmisstjóra að stjórna samkomunni.
Fyrstu stjórnina skipa : Thelma Kristinsdóttir formaður, ritari Ólöf Ingibergsdóttir og Stella Jóhannsdóttir gjaldkeri. Lionshreyfingin á Íslandi er afar stolt af nýja klúbbnum og væntir þess að störfum hans verði mikil og áhrifarík.Nýjir félagar, meðmæelndur, stjórn, umdæmisstjóra og hans frú. | Finnur formaður Liosnklúbbs Hveragerðis færir formanni klúbbsins fánaborg | Kristinn veislustjóri |