Lionsklúbburinn Embla

Starfið í vetur sem endranær er búið að vera skemmtilegt, fróðlegt og gefandi.

Svæðisfundur á svæðinu okkar var haldinn í Eldhúsinu á Selfossi laugardaginn 18. Janúar.

Fjölmargar Emblur mættu á fundinn ásamt Lionsfélögum frá öðrum klúbbum, alltaf gaman að fá fróðleik um það sem aðrir klúbbar eru að gera.

 Emblur_jan2014Emblur_jan2014_4

Á þessari mynd má sjá hluta Lionsfélaga og gesta  sem komu á þessa góðu kynningu um Medic Alert

Fróðleg kynning var síðan í lok fundarins um Medic Alert.  Hún Ingibjörg Hilmarsdóttir sem hefur starfað um nokkurn tíma á Lionsskrifstofunni og sinnir núna hlutastarfi hjá Medic Alert sá um kynninguna.   Við auglýstum þessa kynningu í Dagskránni og sást nú sem oftar hve margir lesa Dagskránna, við fengum allmarga gesti inn á þessa kynningu sem var afar gleðilegt.

Á fundi 28. Janúar tókum við inn nýjan félaga Hjördísi Ingu Sigurðardóttur, þetta var hátíðlegur fundur og fögnum við fjölgun í klúbbnum okkar.   Nú teljum við 37 konur í Emblu.

Emblur_jan2014_2
Hjördís Inga nýr félagi, Ingibjörg formaður, Dagrún meðmælandi Hjördísar og ritari, Sigurbjörg siðameistari.

Þann 30. Janúar fóru þær Ingibjörg formaður Emblu og Guðmunda formaður líknarnefndarinnar okkar til fundar við Fræðslunet Suðurlands þar sem þær afhentu peningagjöf til tækjakaupa.

Margt skemmtilegt er framundan hjá okkur, á næsta fundi tökum við á móti Lkl. Fold sem er kvennaklúbbur úr Grafarvoginum og munum við eiga góða kvöldstund saman.

Emblur_jan2014_3
Guðmunda og Ingibjörg ásamt starfsmönnum Fræðslunetsins

Lionsklúbburinn Embla verður 25 ára þann 9. mars og að sjálfsögðu munum við gera eitthvað skemmtilegt á þeim tímamótum.