Lionsklúbburinn Múli afhendir hjúkrunarheimilinu Dyngju flatskjái

Lionsklúbburinn Múli afhendir hjúkrunarheimilinu Dyngju flatskjái
2015.05.06_Lkl. Múli - afhending flatskjáa-22015.05.06_Lkl. Múli - afhending flatskjáa-1 Félagar í Lionsklúbbnum Múla afhenda hjúkrunarheimilinu Dyngju flatskjái.  Þetta sagði Höskuldur Marínósson formaður klúbbsins við þá athöfn: Ágætu Héraðsbúar. Við félagar í Lionsklúbbnum Múla á Fljótsdalshéraði óskum ykkur innilega til hamingju með þetta glæsilega hjúkrunarheimili. Í tilefni af vígslu þess höfum við ákveðið að afhenda ykkur að gjöf 55 tommu sjónvarpsflatskjái af gerðinni Samsung. Mig langar að geta þess að á árinu 2015 eiga þrír lionsklúbbar á Austurlandi afmæli, Lionsklúbbur Seyðisfjarðar og Lionsklúbbur Eskifjarðar eru 60 ára og Lionsklúbburinn Múli á Fljótsdalshéraði er 54 ára. Í tilefni þessara afmæla munu Lionsklúbbur Seyðisfjarðar og Lionsklúbburinn Múli halda fjölumdæmisþing lionshreyfingarinnar á Seyðisfirði dagana 15. – 17. maí næstkomandi. Þá eru liðin 30 ár síðan síðast var haldið fjölumdæmisþing á Austurlandi sem þá var haldið á Egilsstöðum og var þá Múli þinghaldari. Helstu fjáröflunarverkefni okkar í Múla eru: útgáfa auglýsingadagatals um hver áramót, leiga ljósakrossa á leiði um jólahátíðina, einnig á klúbburinn útfararþjónustubifreið og sér um jólaskemmtun fyrir börn á Héraði í samstarfi við sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Klúbburinn leggur árlega til peninga, ásamt fleiri félagasamtökum og fyrirtækjum, sem notaðir eru til að styrkja einstaklinga og fjölskyldur fyrir jólin. Nú í ár bauð klúbburinn uppá fría sykursýkismælingu og nýttu það sér um 90 einstaklingar, fjórir þeirra fengu þá niðurstöðu að fara í frekari rannsókn. Einnig styrkir klúbburinnn ýmis líknarmál önnur. Klúbburinn vill þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum fyrir góðan stuðning í gegnum árin, en án þeirra væri þetta ekki hægt. Stofnfélagar Múla voru 54 en nú eru félagar í klúbbnum aðeins 12. Við viljum gjarnan vera fleiri og tökum vel á móti þeim sem ganga vilja í klúbbinn, jafnt konum sem körlum. Skorum við á unga fólkið að ganga til liðs við okkur en einnig eru þeir sem eldri eru og fyrrum félagar boðnir velkomnir. Höskuldur Marinósson formaður 2014-1015