Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Hjá okkur í Lionsklúbbnum Muninn var starfið 2015 – 2016 hefðbundið eins og sagt er að öllu leiti. Starfið gekk vel í klúbbnum þó okkur hafi fækkað nokkuð. Það markverðasta sem gerðist var að við ákváðum á klúbbfundi í desember að veita utanaðkomandi aðila Melvin Jones viðurkenningu og er þetta í fyrsta skipti sem við gerum slíkt. Fyrir valinu var Ólafur Ólafsson, formaður íþróttafélagsins Aspar.
Helgi Magnússon stofnfélagi afhenti Ólafi viðurkenninguna. Ólafur er vel að þessu kominn enda hefur hann starfað fyrir Ösp sem er íþróttafélag fatlaðara í hart nær 40 ár og hefur hann sinnt starfi sínu af þvílíkum krafti og einurð að það er aðdáunnarvert. Lionsklúbburinn Muninn hefur styrkt Ösp með verðlaunum á jólamótum þeirra. Að vera viðstaddur og afhenda þessi verðlaun er eitt af því besta sem við félagarnir gerum og skilur eftir þvílíka gleði og ró í hugum okkar.
Daniel G. Björnsson
Blaðafulltrúi LKL. Muninn