1.desember veitti Lionsklúbburinn Njarðvík styrki til nokkurra félaga og aðila hér á svæðinu. Ákveðið var að nýta tækifærið og hefja happdrættissöluna á sama tíma.
Arnar Helgi Lárusson tekur við keppnis hjólastól. Hann stefnir á að keppa á Ólympíuleikum Fatlaðra í Ríó 2016 og taka þar maraþon.
Arnar Helgi Lárusson tekur við keppnis hjólastól. Hann stefnir á að keppa á Ólympíuleikum Fatlaðra í Ríó 2016 og taka þar maraþon.
Brunavarnir Suðurnesja fengu afhendan sendibúnað í Lifepak 15 hjartastuðtæki sem skiptir sköpum þegar kemur að aðhlynningu hjartasjúklinga og greiningu.
Lionsklúbburinn gefur Félagi Eldri Borgara 2 myndavélar til notkunnar á Nesvöllum og Seli aðstöðu eldri borgara í Reykjanesbæ. Myndavélunum er ætlað að mynda félagsstarfið.
Lionsklúbburinn styrkti Fjölskylduhjálp Suðurnesja til að létta undir þeirra starfi yfir hátíðarnar.
Strengjasveit Tónlistarskólans fékk styrk vegna ferðar sem sveitin fer í á komandi ári.