Lionsklúbburinn Víðarr við sykursýkismælingar

Vidarr_9777
Óskar Guðjónsson formaður að mæla blóðsykur

Þann 14. nóvember á alþjóða sykursýkisdaginn stóðu félagar í Lkl. Víðarri fyrir sykursýkismælingum í samstarfi við Lyfju Lágmúla.  Undanfarin ár hafa margir verið mældir á vegum Lkl. Víðarrs, til dæmis hátt á þriðja hundrað á síðasta ári.  Nú brá svo við að aðeins komu 97 í mælingu og  voru fjórir sendir áfram til heilsugæslunnar til frekari athugnunar.  Lyfja útvegaði einn mælingamann og Lkl. Víðarr tvo þá Óskar Guðjónsson formann og Þórarinn Arnórsson Lionsfélaga og skurðlækni.  Lionsklúbburinn útvegaði nálar og annan útbúnað til mælinganna.  Nokkrir félagar voru mættir til að veita upplýsingar, þeir Guðmundur S. Guðmundsson varaformaður, Björn Arason, Grímur Leifsson og Halldór Halldórsson .

Undirbúningur hafði farið fram í góðu samstarfi við starfsfólk Lyfju og þökkum við öllum sem tóku þátt kærlega fyrir hjálpina.

Vidarr_9777_1
Þórarinn Arnórsson læknir að mæla.

Vidarr_9777_4
Guðmundur S. Guðmundsson varaformaður og Óskar Guðjónsson formaður taka stöðuna.