Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Þann 1. mars s.l. afhentu Lionsmenn á Akranesi skurð- og svæfingardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sjúklingavöktunarstöð fyrir vöknunarstofu. Búnaður þessi leysir af hólmi tuttugu ára gamalt tæki og er til þess fallinn að auka öryggi og eftirlit með sjúklingum eftir skurðaðgerðir. Þörf fyrir endurnýjun var því orðin brýn.
Lionsmenn og starfsfólk
Andvirði gjafarinnar er 2,5 milljónir króna og í hófi sem Lionsmönnum var haldið þakkaði Guðjón Brjánsson forstjóri þeim áralanga tryggð og rausn í garð spítalans en áhaldakaupasjóður Lionsklúbbs Akraness hefur frá árinu 1958 stutt við bakið á Sjúkrahúsinu og nú Heilbrigðisstofnuninni.
Frá vinstri: Jakob ritari,Jón gjaldkeri, Björn yfirlæknir og Ófeigur verðandi gjaldkeri og sjálfboðaliði