Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionsmenn gefa tæki á lyflækningadeild HVE Akranesi
Lionsmenn á Akranesi færðu lyflækningadeild HVE, Akranesi gjafir síðastliðinn þriðjudag 19.apríl, en þeir hafa um árabil staðið vörð um velferð og viðgang stofnunarinnar og hafa með frumkvæði sínu styrkt fjölmarga þjónustuþætti og tryggt að besti búnaður sem völ er á er til staðar.
Að þessu sinni færðu þeir deildinni hjartalínuritstæki af nýjustu tegund, búið þeim eiginleikum að geta flutt upplýsingar beint yfir í rafræna sjúkraskrá sjúklings. Upplýsingar eru því aðgengilegar til úrlestrar fyrir sérfræðing hvort heldur hann er staðsettur innan sjúkrahússins eða á Landspítala. Auk hjartalínuritstækisins gaf Lionsklúbburinn svokallaðan Holter hjartasírita. Tækið er notað við rannsóknir á takttruflunum í hjarta og tekur upp hjartalínurit í heilan sólarhring eða lengur eftir ástæðum. Verðmæti gjafanna er um 1,5 milljón króna.
Á fundinum lýsti formaður klúbbsins, Benjamín Jósepsson aðdraganda þess að umræddur búnaður varð fyrir valinu og Jón Jóhannesson, formaður áhaldakaupasjóðs Lionsmanna afhenti síðan forstjóra innrammað gjafabréf til staðfestingar.
Í þakkarorðum forstjóra koma fram að starfsfólk metur afar mikils þann hlýja hug og tryggð klúbbfélaga við stofnunina sem þeir endurtekið sýna í verki. Guðni A. Guðnason, yfirlæknir lyflækningadeildar flutti loks ávarp og lýsti tækjabúnaðinum og gerði grein fyrir notkun og gildi hans í daglegum störfum heilbrigðisstarfsfólks.