Lionsþing 2011

stykkish

56. Lionsþing fjölumdæmis 109 verður haldið í Stykkishólmi dagana 6. og 7. maí næstkomandi. Það eru Lionsklúbburinn Harpa og Lionsklúbbur Stykkishólms sem hafa umsjón með þinginu að þessu sinni.

Lionsfélögum í Stykkishólmi er það sönn ánægja að bjóða ykkur til Lionsþings vorið 2011. Bærinn og nágrannasveitir hans hafa upp á margt að bjóða sem gerir dvöl gesta ánægjulega. Fyrir utan rómaða náttúrufegurð á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð þá eru í Stykkishólmi og nágrenni fjölbreyttir möguleikar á afþreyingu og ýmsu forvitnilegu fyrir ferðafólk. Við munum leggja okkur fram um að gera ykkur dvölina sem ánægjulegasta og hlökkum til að taka á móti Lionsfólki af öllu landinu.

Hér eru tenglar í þau skjöl sem klúbbarnir eiga að hafa fengið send vegna þingsins. Hægt er að smella á viðkomandi skjal og prenta út:

Bréf með upplýsingum um þingið
Kjörbréf (pdf)
Kjörbréf (MS Word)
Skráningareyðublað (pdf)
Skráningarblað (MS Excel)

Við leggjum ríka áherslu á að klúbbar skili skráningarblöðum og kjörbréfum fyrir 20. mars og greiði þinggjöld sín fyrir 5. apríl nk.

Vinsamlegast hafið samband við einhvern neðangreindra þingnefndarmanna ef óskað er frekari upplýsinga.

Gunnar Svanlaugsson, formaður 8648864 gunnar@stykk.is
Gunnlaugur Árnason 8944664 garnason@simnet.is
Þorsteinn Jónasson 8921627 akur@simnet.is
Guðbjörg Egilsdóttir 8928157 utarnars@simnet.is
Sesselja Sveinsdóttir 6902120 sessag@simnet.is
Steinunn Magnúsdóttir 6901398 steinunn@stykk.is