Lkl. Blönduós afhendir styrki á vordögum

Lionsklúbbur Blönduóss afhenti á dögunum nokkrar styrki til aðila innan héraðs en klúbburinn hefur verið ötull í rúmlega 5 áratugi að styðja við bakið á hinum ýmsu verkefnum í Austur Húnavatnssýslu. Aðal fjáröflun klúbbsins er perusala og Sviðamessa á haustin og blómasala um jól.

 Blonduos-LIONSK-aa
Á myndinni eru frá vinstri: Kári Kárason gjaldkeri klúbbsins, Valbjörn Steingrímsson forstjóri HSB, Valgarður Hilmarsson frá Laxasetri Íslands, Jóhanna Erla Pálmadóttir frá Vatnsdælu á refli og Auðunn Sigurðsson formaður klúbbsins.

Að þessu sinni voru það Laxasetur Íslands, Vatnsdæla á refli og Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi sem hlutu styrki samtals að andvirði 620.000,- kr. Af þessu tilefni var fulltrúum þeirra boðið í kaffisamsæti ásamt stjórn klúbbsins og fjáröflunar- og allsherjarnefnd á kaffihúsið Við Árbakkann. Jón Sigurðsson, ljósmyndari klúbbsins, var einnig mættur og smellti mynd af hópnum.