Lkl. Hafnarfjarðar læra að verða betri klúbbur

Á laugardaginn 27. október hélt Lkl. Hafnarfjarðar fjórða fund sinn (939 frá upphafi) í salnum að Sóltúni.

Hafnarfj_1_l

Fundur hófst kl. 11.00 og fyrir utan föstu liði s.s. fundargerð og nafnakall var bara eitt mál á dagskrá, BtB námskeið.

21 félagi var mættur og góður rómur gerður að umgjörð og framkvæmd verkefnisins hjá Kristni Hannessyni. Menn höfðu á orði að þetta væri líklega það besta sem komið hefur frá Oak Brook í langan tíma.

Hafnarfj_2_l

Hádegismatur var heimalagaður, kaffi og konfekt á eftir. Við viljum þakka Kristni Hannessyni fyrir skemmtilegt námskeið og hlökkum til seinni hlutans eftir áramót.

Formaður Lkl. Hafnarfjarðar.

Björgúlfur Þorsteinsson