Lkl. Laugardals 60 ára

Lkl. Laugdals hélt uppá 60 ára afmæli sitt með dagsferð um nærsveitir, laugardaginn 12. maí. Klúbbfélagar ásamt mökum hófu ferð klukkan 14.00 og héldu fyrst að Reykhól á Skeiðum og heimsóttu húsráðendur þar. Síðan var haldið að Ásgerði  í Hrunamannahreppi og  minkabú Sigurðar Jónssonar og fjölskyldu skoðað. Mikið tíst heyrðist frá búrunum þar sem flestar læður voru nýgotnar. Fylgst er með frjósemi hverrar læðu og allt skráð í tölvu. Næst var haldið í Hrunarétt en hún er í endurbyggingu og notast er við stuðlaberg í almenning og hliðstólpum dilka. Verður þetta sérstakt mannvirki þegar verkinu lýkur. Þá var komið að Flúðasvepp og starfsemin skoðuð undir leiðsögn Eiríks Ágústssonar framleiðslustjóra. Kom það ferðalöngum á óvart hversu neysla sveppa er mikil hér á landi.

Laugardals_2012

Ferðin endaði svo með  fundi og hátíðarkvöldverði á Hótel Geysi. Þar voru þeir Pálmi Hilmarsson og Sævar Ástráðsson gerðir að Melvin Jones félögum vegna margvíslegra starfa í þágu klúbbsins.