Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík var færð góð gjöf á dögunum, það var Lionsklúbbur Ólafsvíkur sem færði þeim 3G sendi fyrir Lifepak hjartastuðtæki og verður búnaðurinn staðsettur í sjúkrabíl Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Ólafsvík. Með þessu tæki er hægt að senda allt að 12 hjartalínurit í einu beint á sjúkrahúsið. Getur skipt sköpum að upplýsingarnar hafi borist sjúkrahúsinu þegar sjúklingurinn kemur.
Á myndinni eru Gústaf Geir Egilsson og Snævar Örn Snævarsson frá Lionsklúbbnum og Þórarinn Steingrímsson, Guðbjörn Ásgeirsson og Þór Magnússon sjúkraflutningamenn. Ljósmyndari er Þröstur Albertsson.