Lkl. Rán, Ólafsvík

Ran_20121010_l
Á myndinni eru Ránarkonur við upplýsingaskilti um Axlar-Björn

Klúbburinn styrkir ýmis  verkefni  í  nærumhverfi sínu og það nýjasta var að gefa snjalltöflu til grunnskólans. Styrktum skiltagerð um Axlar-Björn, verkefni sem unnið er í samvinnu við 10. bekk  grunnskólans og Átthagastofu. Einnig gáfum við 5 gps  tæki til Björgnarsveitarinnar Lífsbjörgu. Við gefum litabækur í grunnskólann ásamt Lkl. Ólafsvíkur. Við skólaslit grunnskólans er gefinn farandbikar fyrir hæstu einkunn í  8. – 10. bekk.

Við stöndum að jólatrésskemmtun  fyrir börnin með öðrum félögum í bænum. Einnig sjá Lionsklúbbarnir í Ólafsvík um  þrettándabrennu og flugeldasýningu fyrir bæjarbúa. Við förum og spilum bingó með heimilisfólkinu á dvalarheimilinu Jaðri og bjóðum þeim uppá veitingar. Einnig sjáum við um Lionssundmót fyrir börnin.