Lkl Seyðisfjarðar

Starfið er í fullum gangi og undirbúningur fyrir jólatrésskemmtunina er farinn í gang, einnig er farið að vinna að útgáfu símaskrár fyrir bæinn fyrir árið 2012 en útgáfa hennar gefur okkur um hálfa milljón króna. Sykursýkismælingar  voru hér í lok nóvember og er þetta fjórða árið í röð sem við gerum þessar mælingar.

Einn félagi okkar í klúbbnum er læknir og sér hann um mælingarnar og gefur svar um hæl. Við gáfum ungri lungnasjúkri stúlku hér í bæ súrefnismettunarmæli og Grunnskólanum færðum við kennslutöflu fyrir sérkennslu eins nemanda skólans.

Lionskveðjur að austan

Jóhann Grétar Einarsson