Lkl. Víðarr styrkir krabbameinsdeild 11E

Eitt af þeim líknarverkefnum sem Lkl. Víðarr styrkti á þessu ári var að fjármagna kaup á loftdýnum fyrir 11E krabbameinslækningadeildina á Landsspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Loftdýnan lagar sig eftir sjúklingnum með tölvubúnaði og búnaðurinn gætir að því að flytja til þrýsting dýnunnar á sjúklinginn.

Með loftdýnum hafa legusárin horfið og ekki þarf lengur að snúa sjúklingnum með tilheyrandi óþægindum fyrir hinn sjúka,að auki var oft ekki hægt snúa sjúklingnum vegna þess hversu veikur hann var og er vel hægt að ímynda sér kvalir sjúklingsins.

Vidarr39Styrkinn afhentu þeir Jón Pálmason formaður Lkl. Víðarrs t. v. og Jóhann G. Guðjónsson formaður Verkefnanefndar t.h. Á milli þeirra standa hjúkrunarfræðingarnir Sigrún Anna Jónsdóttir starfsaldursforseti t.v. og Halldóra Hálfdánardóttir deidarstjóri t.h.

Sjá nánar á fréttavef Lkl. Víðarrs >>>>>