Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Eitt af markmiðum Lionshreyfingarinnar er að starfa af áhuga að aukinni velferð á sviði félagsmála, menningarmála og almenns siðgæðis. Þá segir í siðareglum að Lionsfélagar skuli hjálpa meðbræðrum sínum í vanda, þeir sem um sárt eiga að binda þurfi hluttekningu og þeir sem séu bágstaddir og minnimáttar þarfnist stuðnings. Í þessum anda hefur Lionsklúbburinn Víðarr starfað í meira en 30 ár. Klúbburinn hefur í gegn um tíðina aflað fjár með ýmsum hætti til að sinna líknarmálum. Undanfarin ár hefur svokallað Víðarrs-blót, sem haldið er árlega í upphafi Þorra, verið aðal fjáröflunin auk þess sem skötukvöld í desember hefur notið vaxandi vinsælda og gefið af sér nokkrar tekjur.
Því fé sem þannig aflast hafa klúbbfélagar nú samþykkt að verja í anda hreyfingarinnar til ýmissa líknarmála, ekki síst smærri verkefna þar sem félagar vænta þess að stuðningur klúbbsins komi að verulegu gagni.
Talið frá vinstri: Guðmundur S. Guðmundsson, varaformaður Lkl. Víðarrs, Níels Árni Lund og Guðgeir Eyjólfsson frá Lkl. Víðarri; Kjartan Jónas Kjartansson, Helga Sif Friðjónsdóttir og sonur hennar Breki Hjörvar Helguson frá LSH, fíknigeðdeild; Elvar Bragason frá Lífsýn, fræðslu og forvörnum; Ólafur H. Ólafsson og Elín Arna Arnardóttir frá Spörvum, líknarfélagi; Kjartan Birgisson frá Hjataheillum; Sigrún Birgisdóttir og Svavar Kjarrval frá Einhverfusamtökunum; Sigþrúður Guðmundsdóttir og Ylfa Sigþrúðardóttir frá Kvennaathvarfinu; Sveinn Áki Lúðvíksson frá Íþróttasambandi fatlaðra; Kristinn Guðjónsson, Björn Ólafur Hallgrímsson, Guðmundur Bjarnason og Þórarinn Arnórsson frá Lkl. Víðarri.
Oftast hafa klúbbfélagar farið og heimsótt styrkþega og afhent styrki, en nú var ákveðið að fá styrkþega á fund til klúbbsins þannig að þeir geti heilsa upp á félagana. Hér á eftir eru myndir af þeim sem komu og tóku á móti styrkjum hjá klúbbnum:
Þeir sem í ár hljóta stuðning klúbbsins eru: