Medic Alert

medicalert

Lionshreyfingin á Íslandi stofnaði MedicAlert á Íslandi, alþjóðlegt neyðarþjónustukerfi, fyrir rúmum aldarfjórðungi. Lionsklúbbarnir hafa jafnan stutt starfsemina með styrkjum og þannig haldið henni gangandi.

MedicAlert er alþjóðlegt neyðarþjónustukerfi sem er rekið án ágóða og víða í sjálfboðavinnu.

Kerfið er þríþætt:
  • Áletrað merki til að bera um úlnlið, háls eða annars staðar á sér. Á merkinu eru upplýsingar um sjúkdóm, ofnæmi eða annað sem þarf að vita varðandi skyndihjálp. Auk þess er neyðarsímanúmer og auðkenninúmer eiganda.
  • Plastspjald í kreditkortastærð með frekari upplýsingum, m.a. nöfnum og símanúmerum aðstandenda og lækna.
  • Enn ýtarlegri upplýsingar, sem eru varðveittar í tölvu á Slysa- og bráðadeild Landspítalans, þar sem svarað er gjaldfrjálst í neyðarsíma MedicAlert allan sólarhringinn.

 

Sjá meira

PISTILL FRÁ STJÓRN MEDIC ALERT

Lvk_2526-1
Lúðvík Andreasson

Ný stjórn tók við hjá MEDICALERT Á ÍSLANDI í apríl s.l. en hana skipa nú Lúðvík Andreasson formaður, frá Lionsklúbbnum Tý, Guðmundur Bjarnason ritari frá Lionsklúbbnum Víðarri og Guðjón Jónsson gjaldkeri, frá Lionsklúbb Seltjarnarness.

Eins og flestir Lionsmenn eiga að vita eru þetta samtök sem eru rekin í þágu almennings og til þjónustu við þá aðila sem eru með einhverja sjúkdóma sem þeir gætu þurft að láta vita af, ef eitthvað kemur fyrir viðkomandi á almanna færi.

Ein af þeim leiðun sem við höfum til að kynna okkur er að hafa bæklinga okkar í Apótekum og heilsugæslum um land allt en þessum bæklingum á að vera dreift af Lionsfélögum og MedicAlert fulltrúa hvers klúbbs á viðkomandi stöðum á landinu.

medicalert-baekl-1Við þurfum því að ná betur til Lionsfélaga til að aðstoða okkur við að ná til almennings til að kynna okkur en nú eru um 5000 aðilar hér á landi með MEDICALERT MERKI um úlnlið eða háls með neyðarnúmeri og upplýsingum um sjúkdóm sinn.

Þetta er stórt verkefni sem Lionshreyfingin hefur tekið að sér en til að reka þetta fyrirtæki vel, þurfum við öll að einbeita okkur að því að framkvæma þetta vel.

Verkefnin framundan eru mörg og vil ég nefna hér nokkur þeirra.

Efla þarf kynningu meðal Lionsfélaga á starfsemi MedicAlert á Íslandi og einnig verður að gera herferð í sölu á áskrift meðlima.

Ný stjórn lét gera nýjan kynningarbækling sem við erum að byrja að dreifa og þá sérstaklega til Lionsfélaga til að þeir séu betur í stakk búnir til að kynna MEDICALERT Á ÍSLANDI.Fjölga þarf styrktarfyrirtækjum. Við gerðum samning við ACTAVIS um styrk til okkar kr. 200.000 per ár í 3 ár sem er mikill fengur fyrir okkur til að ná utan um reksturinn.

Eins og áður kom fram eru nú um 5000 merkisberar skráðir. Ca. 250 nýir koma inn nú í ár.

medicalert-baekl-2Markmið næsta árs er að fá um 500 nýja merkisbera. Nýr merkisberi greiðir 2000.- í byrjunargjald og síðan kostar merkið í byrjum og eftir árið greiðir viðkomandi árgjald kr. 1500.-

Við erum að endurnýja tölvu á Bráðavakt LSH. Lionsklúbbur Mosfellsbæjar hefur ákveðið að gefa nýja tölvu í þetta verkefni og þökkum við þeim kærlega fyrir þennan mikla stuðning.

Vinna að endurnýjun á HEIMASÍÐU er í undirbúningi og fáum við væntanlega aðstoð frá yfirstjórn MedicAlert í Ameríku í það verkefni.

 

Bestu kveðjur.

Lúðvík Andreasson

Formaður

MedicAlert á Íslandi.