Nærri 200 komu á herrakvöld í Kópavogi þann 4. maí

Lionsklúbbur Kópvogs og Lionsklúbburinn Muninn héldu herrakvöld þann 4. maí síðastliðinn.  Kvöldið tókst ágætlega og voru gestir tæplega 200.  Maturinn var frábær og höfðu nokkur fyrirtæki styrkt klúbbana með því að gefa matinn. 

HerrakvldaaGuðni Ágústsson lýsti lífinu í stjórnmálunum frá Njálutíð og fram á þennan dag og taldi að allt hefði farið á verri veg eftir að hann lét af störfum við Austurvöll.  Boðin voru upp málverk eftir ýmsa listamenn.  Ágætur árangur hjá þeim og afraksturinn fer til styrktar heilabilunardeildar Sunnuhlíðar.