Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Skráning: Allir félagar eru velkomnir á "Sérstaka þingið“.
Það eru engin skráningargjöld.
Lionsfélagar eru beðnir um að láta vita af þátttöku sinni daginn fyrir þingið, en einnig má skrá sig við innganginn í Lionsheimilinu, eða á Zoom kl. 19:30.
Kjörskrá: Klúbbstjórnir eru beðnar um að tilkynna með tölvupósti fyrir 30. apríl nöfn og netföng þeirra sem fara með atkvæði klúbbsins, senda sömu upplýsingar í tölvupósti: Til tæknistjóra Jóns Pálmasonar netfang: jp@verkis.is .
Atkvæðisréttur: Hver klúbbur, sem er skuldlaus við LCI, umdæmi sitt og fjölumdæmi, skal eiga rétt á því að senda á þing einn (1) fulltrúa og einn (1) varafulltrúa fyrir hverja tíu (10) félaga, eða meiri hluta þess fjölda, sem hafa verið skráðir félagar í að minnsta kosti eitt ár og einn dag í klúbbnum samkvæmt skrám alþjóðaskrifstofu, fyrsta dag þess mánaðar, sem næstur kemur á undan þeim mánuði þegar þing er haldið. Minna en 14 félagar = 1 fulltrúi /atkvæði 15-24 félagar = 2 fulltrúar /atkvæði 25-34 félagar = 3 fulltrúar /atkvæði 35-44 félagar = 4 fulltrúar /atkvæði o.s.frv.
Sömu reglur gilda um "Sérstakt þing" og hefðbundið þing, m.a. um kosningarétt og kjörgengi. Sumt verður þó öðruvísi og einfaldara í framkvæmd, m.a. þar sem allir tímafrestir eru styttri. Sérstaka þingið" og hefðbundna þingið alveg óháð hvort öðru. Sömu fulltrúar geta verið á báðum þingunum, eða klúbburinn velur einhverja aðra.
Aukaþing sem í lögunum er kallað "Sérstakt þing" (Special Convention), hefur ákveðna sérstöðu, þó svo að það þurfi að fylgja meginreglum hefðbundinna þinga. "Sérstakt þing" er aðeins haldið í neyðartilvikum, þar sem taka þarf mikilvæga ákvörðun með samþykki klúbba, en getur ekki beðið til næsta hefðbundna þings.