Náttúru hamfarir Japan

japan_earthquake
LCIF-reikningur: 1175-26-007722 Kennitala 640572 0869

Ágætu Lionsfélagar

Lionshreyfingin á Íslandi vill leggja lið vegna náttúruhamfaranna í Japan og greiða til LCIF. Lionsfélagar í Japan hafa verið rausnarlegir og veitt langstærstu framlögin til LCIF og núna þurfa þeir okkar aðstoð. Við á Íslandi höfum fengið rausnarlega styrki frá LCIF, þegar við höfum þurft á því að halda.
Ég skora á Lionsfélaga og Lionsklúbba á Íslandi að rétta fram hjálparhönd. Munið að margt smátt gerir eitt stórt. Hver einasta króna fer óskert til hjálparstarfsins, ekkert fer í milliliði og yfirbyggingu. Lionsfélagar á Íslandi og aðrir sem vill styðja hjálparstarf LCIF, geta lagt inn á þennan reikning:
LCIF-reikningur Lions á Íslandi: 1175-26-007722. Kennitala 640572 0869
Með Lionskveðju,
Kristinn Hannesson
fjölumdæmisstjóri


Ágætu Lionsfélagar

Heimsbyggðin öll er skelfingu lostin yfir jarðskjálftum og flóðbylgjum í Japan. Þetta er meiri eyðilegging og hörmungar, en við höfum orðið vitni að á vorum tímum. Lions, sem er stærsta þjónustuhreyfing í heimi, er oft fyrst til að bregðast við náttúrhamförum og Lions vinnur að uppbyggingu á hamfarasvæðum, þangað til verkefninu er lokið. Lionsfélagar sem búa á hamfarasvæðum vita betur en aðrir hvers þeirra samfélag þarfnast og LCIF er í samstarfi við þá. Lionsskrifstofan í Tokyo stýrir aðstoð okkar í Japan.

Lions leggur lið

Innan nokkurra klukkustunda frá því hörmungarnar dundu yfir, hafði Alþjóðahjálparsjóður Lions, LCIF, lagt fram 165 milljónir íslenskra króna sem fyrstu neyðaraðstoð, ásamt framlögum frá mörgum Lionsumdæmum í heiminum. Danski hjálparsjóður Lions hefur gefið 11 milljónir íslenskra króna og Lions í Noregi hefur gefið 10 milljónir íslenskra króna til hjálparstarfsins. Um 500 milljónir íslenskra króna hafa nú þegar borist til þessa risastóra hjáparverkefnis. Þó þetta sé há upphæð, er þetta bara dropi í hafið. Við þurfum öll að bregðast við.

Við gefum 100%

Lionsfélagar í Japan hafa alltaf verið rausnarlegir og veitt langstærstu framlögin til LCIF og núna þurfa þeir okkar aðstoð. Við á Íslandi höfum fengið rausnarlega styrki frá LCIF, þegar við höfum þurft á því að halda. Ég skora á alla Lionsfélaga og alla Lionsklúbba á Íslandi að rétta fram hjálparhönd. Munið að margt smátt gerir eitt stórt. Hver einasta króna fer óskert til hjálparstarfsins, ekkert fer í milliliði og yfirbyggingu.

Lions hjálpar Lions

Lionsfélagar á Íslandi og aðrir sem vill styðja hjálparstarf LCIF, geta lagt inn á þennan reikning:

LCIF-reikningur Lions á Íslandi: 1175-26-007722. Kennitala 640572 0869

Með Lionskveðjum og kærum þökkum

Guðrún Björt Yngvadóttir

LCIF-stjóri MD-109