NSR þingið í janúar 2017

NSR þing 20. - 21. janúar 2017
NSR þing 20. - 21. janúar 2017

Norrænir Lionsfélagar hittast

Hið árlega þing Norræna Samstarfsráðsins, NSR, verður haldið hérlendis á Hótel Sögu dagana 20.-21.janúar næstkomandi. Að venju sækja þingið fulltrúar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finlandi. Unnið hefur verið að undirbúningi þingsins undanfarið ár og skipa þingnefndina Þór Steinarsson úr Lkl Fjörgyn, Margrét Jónsdóttir úr Lkl Fold og Hörður Sigurjónsson úr Lkl Nirði.

Innan NSR fer fram samstarf Lionsfélaga norðurlandanna m.a. árleg hjálparverkefni, unglingaskipti, samvinna um þátttöku í alþjóðastjórn Lionshreyfingarinnar, sameiginlega framgöngu á alþjóðaþingum o.fl.

Með því að vinna saman mynda norrænu Lionsfélögin hóp sem hlustað er á á alþjóðavettvangi Lions. Íslenskir Lionsfélagar hafa nokkrum sinnum átt fulltrúa í alþjóðastjórn Lions. Þetta hefur verið hægt með samstarfi við norðurlöndin, ein sér hefðum við ekki bolmagn til að eiga fulltrúa á þeim vettvangi. Og núna eigum við 2.varaforseta alþjóðahreyfingarinnar Guðrún B Yngvadóttir sem eftir 2 ár verður fyrsta konan til að gegna embætti alþjóðaforseta Lions.

Starfsárið 2016-2017 er Ísland leiðandi í starfi NSR. Fjölumdæmisstjóri Lionsumdæmis 109 Árni B Hjaltason Lkl Njarðvíkur er formaður CC-hóps NSR og Hrund Hjaltadóttir Lkl Fold er formaður AU-nefndar innan NSR. Þau tvö starfa náið með þingnefnd NSR-þingsins hvað varðar alla dagskrá þingsins.

Þingsetning verður í Neskirkju föstudaginn 20.janúar 2017 klukkan 13:00. Þar á eftir verða námstefnur og makadagskrá. Um kvöldið er svo kynningarkvöld sem haldið verður í Súlnasal Hótel Sögu.

Á laugardeginum 21.janúar verður umfjöllun um aðalerindi þingsins “Where have Lions been last 100 years and where to should Lions head the next 100 years?”

Að því loknu er sjálft NSR-þingið með hefðbundnum þingstörfum. Lokahóf þingsins er svo á laugardagskvöldinu og verður það haldið í Súlnasal Hótel Sögu,

En þinghaldið er ekki eingöngu til að ræða þessi málefni heldur gefst þar einnig tækifæri á að mynda vinatengls og skiptast á skoðunum um fjölmörg málefni utan við hið eiginlega Lionsstarf.

Þeim sem hefðu áhuga á að sækja þingið er bent í heimasíðu Lionshreyfingarinnar. Þar er aðgengilegt skráningar eyðublað. Einnig er hægt að senda rafpóst á Margréti Jónsdóttur, maggaj@mmedia.is.

f.h undirbúningsnefndarinnar
Þór Steinarsson