Nýjar íslenskar talgervilsraddir

Dóra og Karl, nýjar íslenskar talgervilsraddir frá pólska fyrirtækinu Ivona, voru kynntar opinberlega miðvikudaginn 15. ágúst kl. 15:00 í Norræna húsinu.

Vigdis
Verndari verkefnisins er
frú Vigdís Finnbogadóttir

Það var á vordögum 2010 sem stjórn Blindrafélagsins ákvað að hafa forgöngu um smíði á nýjum íslenskum talgervli (Text To Speach Engine eða TTS,) sem stæðist samanburð við það besta sem þekkist í erlendum talgervilsröddum. Nú er þeirri smíði lokið og nú eru tilbúnar SAPI raddir til notkunar með Windows í skjálesarabúnað, sem textalesari, sem vefsíðulesari, í Android síma, til notkunar í símkerfum, í hraðbönkum og ýmsum öðrum stafrænum samskiptabúnaði. Þó svo að smíðinni sé nú formlega lokið munu þróun og viðbætur á talgervlinum vera í stöðugu ferli.

Sem kunnugt er hefur Lions á Íslandi stutt þetta verkefni og árið 2011 fór allur afrakstur Rauðu fjaðrarsöfnunarinnar til þessa verkefnis eða 19.3 Mkr.

MBL var með frétt um þetta mál sjá >>>>>

Einnig var stöð tvo á staðnum sjá >>>>>>

Á vef blindrafélagsins er að finna frekari upplýsingar um málið.  >>>>> og >>>>>