Öflugir karlar í Grafarvogi

Hinn árlegi matargjafa viðburður Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi var haldinn þann 17. desember sl. en upp úr hádegi söfnuðust saman vaskir menn og pökkuðu ýmsu góðgæti í 50 veglegar matargjafir sem ætlaðir eru þeim í heimabyggð sem ýmissa hluta vegna eiga erfitt um þessi jól og leituðu til Grafarvogskirkju með aðstoð.

Fjorgin_jol_2012_1
Frá v. Jón Ingvar, Hjámur, Eggert, Guðmundur, Gísli og Guðni formaður

Þetta ferli byrjar á haustdögum í september þegar byrjað er að leita fanga hjá fyrirtækjum og nutum við góðs af einstöku tengslaneti Guðmundar Harðarsonar félaga okkar í klúbbnum og nutum við því eins og svo oft áður einskærrar velvildar eftirtalinna fyrirtækja, Krónan, Íslensk-Ameríska, Ölgerðin, Natan og Olsen, sælgætisverksmiðjan Freyja og Nekó auk þess að sérvalinn bóndi útvegar okkur kartöflur í þetta verkefni og konur í Lionsklúbbnum Fold í Grafarvogi baka sérstaklega tvær sortir af smákökum fyrir þetta tilefni.

Fjorgin_jol_2012_3
Innihald matargjafar

Innihald pakkana að þessu sinni var eftirfarandi ;2kg af Hamborgarahrygg, 2kg af kartöflum, kippa af Malti og tveggja lítra appelsín, 500 gr. af Merrild kaffi, tvær tegundir af smákökum, Rauðkál, grænar baunir, sósur, nammipoki, sérvettu pakki og kerti auk þess sem að hugljúf jólakveðja fylgdi með.

Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar en öll áttu þau það sammerkt að fullvissa okkur um að þessar gjafir færu þangað þar sem þeirra væri mest þörf því litlu augnatilitin og feimnislega brosið sýndu það að fólkið var þakklátt og það var eins og það góða sem allt sér fylgdist með okkur þarna í kjallara Grafarvogskirkju og tilfinningin sem fylgir því að gera öðrum til góða ýtti til hliðar þeim hugsunum að sú mikla vinna sem við hefðum lagt í þetta væri að enda komin í þetta skiptið og jafnvel voru menn farnir að spá í hvernig við myndum bera okkur að ári.

Fjorgin_jol_2012_4
Séra Lena Rós Mattíhasdóttir með fyrsta pokann

Pakkarnir fimmtíu eru að verðmæti 500.000 og sinntu tveir menn skipulagningu og efnisöflum og síðan voru um 8 í viðbót í pökkun.

Matargjafanefnd Fjörgynjar vill þakka þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hönd á plóginn að gera þetta svona veglegt, klúbbfélögum fyrir veitta aðstoð og Grafarvogskirkju fyrir samstarfið.

Fh. Verkefnanefndar Lkl Fjörgynjar F

Friðrik Már Bergsveinsson.