Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionshreyfingin tileinkar októbermánuði sjónvernd og vill í þessum mánuði vekja athygli á afleiðingum blindu og að ýmislegt sé að hægt að gera til að vinna gegn blindu. Tveir dagar eru sérstaklega tileinkaðir blindu.
Alþjóðlegur sjónverndardagur er 11. október og 15. og Dagur Hvíta stafsins 15. október.
Eins og venjulega mun Blindrafélagið standa fyrir dagskrá í tilefni þessara daga:
Fimmtudaginn 11 október Alþjóðlegur sjónverndardagur
Opinn fræðslufundur í Húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Guðmundur Viggósson augnlæknir mun flytja erindi um algengustu orsakir blindu og sjónskerðinga hjá börnum. Fundurinn hefst kl 17:00 og er öllum opinn.
Mánudagurinn 15 október Dagur Hvíta stafsins
Þennan dag verða þrír viðburðir á vegum Blindrafélagsins:
1. Ráðstefna um aðgengismál verður haldin í sal Blindrafélagsins á 2.hæð í Hamrahlíð 17 mánudaginn 15 október frá kl 09:00 12:00. Ráðstefnan er fyrst og fremst hugsuð fyrir fagfólk og embættismenn sem koma að ákvörðnum sem hafa áhrif á aðgengi fatlaðs fólks.
2. Hjálpartækjasýning verður í fundarsal Blindrafélagsins, frá klukkan 14:00 17:00
3. Blindrafélagið afhendir fyrirtæki eða stofnun sem stuðlað hefur að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga Samfélagslampa Blindrafélagsins.
Lionsfélagar eru hvattir til að sýna hug sinn í verki og taka þátt í sjónverndaratburðum í október. Lionsklúbbar, notið þennan mánuð til að segja ykkar sjónverndarverkefnum og/eða taka ákvörðun um um þátttöku í slíkum verkefnum.
Kæri Lionsfélagi, í þinni heimabyggð er þörf á sjónverndarstuðningi. Kannaðu málið og leggðu lið. Það er málið.
Einar Þórðarson, sjónverndarfulltrúi 109A, Jakob Árnason, sjónverndarfulltrúi 109B
Sjá meira >>>>>>