Plöntum trjám

tree_planting_button

Alþjóðaforsetinn okkar 2011-2012 Wing-Kun Tam byrjaði á því að hvetja okkur Lionsfólk um allan heim að gróðursetja tré til umhverfisverndar.

Hann vissi greinilega ekki hvað við Lions erum öflug – hann setti markmið á eina milljón trjáa.

1.000.000 Tré SmileSmile

Árangurinn sem við erum búin að ná með hvatningu Tam er í dag

8,461,776 Tré SmileSmileSmile

Já við Lionsfélagar getum svo sannarlega glaðst yfir árangrinum.

Við sinnum svo mörgum góðum verkefnum, jafnvel verkefnum sem okkur eru orðin töm í klúbbastarfinu okkar að við veitum því varla eftirtekt hvað þessi verkefni eru mikilvæg.

Í mínum klúbbi höfum við í mörg ár gróðursett í það minnsta eitt tré á ári í lítinn gróðurlund sem við höfum afnot af.   Margt smátt gerir eitt stórt – allt telur í starfi okkar.

Við vitum öll að með gróðursetningu trjáa erum við að bera umhyggju fyrir  umhverfi okkar.

Ritarar okkar í klúbbunum skila í hverjum mánuði skýrslum inn á alþjóðavefinn okkar.

Það er mjög mikilvægt að setja inn upplýsingar inn á „Service Activity Report“  t.d. ef við gróðursetjum tré – þar látum við til okkar taka í talningunni.

Ég er svo sannfærð um að margir klúbbar hafa gróðursett tré og hafa ekki skráð það inn.

Við verðum öll að vera dugleg að láta vita af verkum okkar.

Styðjum umhverfið okkar, styðjum okkur sjálf , styðjum Tam alþjóðaforseta með því að tilkynna gróðursetningu klúbbanna, leyfum honum að fylgjast með hvað við erum að gera.

Ég gegni starfi sem umhverfisfulltrúi í Fjölumdæmisráði þetta starfsár.

Ég veit að flestir klúbbar eru að vinna að einhverjum umhverfismálum á hverju ári, það heyrði ég í klúbbaheimsóknum mínum á síðast liðnu starfsári.

Það er alveg frábært og ég hvet alla klúbba til að sinna slíkum störfum, þetta  eru oft mjög ánægjuleg og gleðileg verkefni sem við hlúum að saman úti í náttúrunni.

                                     Kristín Þorfinnsdóttir, umhverfisfulltrúi Lions