Rauð fjöður Landssöfnun Lions var haldin 8. – 10. apríl 2011.

 

fjodur001

Íslendingar, tóku þátt í landssöfnun Lions á Íslandi 8.-10. apríl síðast liðin fyrir Rauða fjöður. Markmiðið var að safna fyrir talgervli í samvinnu við Blindrafélagið, www.blind.is.

Staðfest er að safnast hafa tæpar 20 milljónir kr. 

Verndari söfnunarinnar var frú Vigdís Finnbogadóttir.

 

 

Markmið

Markmið Rauðufjaðrarsöfnunar 2011 er að safna fyrir talgervli í samvinnu við Blindrafélagið, www.blind.is.  Talgervill er hugbúnaður sem breytir texta á tölvutæku formi í talað mál og getur þannig breytt til batnaðar lífsgæðum fjölmargra blindra og sjónskertra einstaklinga, einnig lesblindum og öðrum þeim sem eiga erfitt með lestur eða vilja nýta tölvu til að lesa fyrir sig.  

Um söfnunina

  • Rauðufjaðrarsöfnun Lions fer fram 8-10. apríl 2011. 
  • Verndari söfnunarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir.
  • Hver klúbbur felur fulltrúa eða nefnd að sjá um skipulagninguna fyrir klúbbinn.
  • Lionsklúbbar skipuleggja söfnunina á sínu svæði. Gott er að hafa í huga hvernig þeir stóðu að síðustu söfnun, árið 2008. 
  • Þar sem fleiri en einn klúbbur er á sama svæði er nauðsynlegt að þeir hafi samráð og samvinnu  um söfnunina og skiptingu svæða. Þetta skal gera í samráði við svæðisstjóra viðkomandi svæðis.
  • Svæðisstjóri er tengiliður milli Rauðufjaðrarnefndar og formanna klúbba  á hans/hennar svæði.
  • Söfnunarbaukar verða sendir til formanna væntanlega í byrjun mars og munu  leiðbeiningar um söfnunina fylgja með. 
  • Söfnunin verður auglýst í útvarpi og vonandi í landsblöðum  rétt fyrir söfnun og meðan á henni stendur. 
  • Formenn klúbba eru hvattir til að koma fréttum um söfnunina í staðarblöð og þá sérstaklega hvernig þeir munu haga söfnuninni á sínu svæði.

 

Ýmsar staðreyndir

Lestur er okkur öllum nauðsynlegur til að geta lifað virku og sjálfstæðu lífi. Því er það stórkostleg skerðing á  mannréttum og lífsgæðum, að tapa eiginleikanum til að lesa.

 Einn af hverjum þremur sem komnir eru yfir 70 ára aldur, einn af hverjumtveimur sem komnir eru yfir 80 ára aldur og fjórir af hverjum fimm sem komnir eru yfir 90 ára aldur, eru með skerta sjón, sem hefur áhrif á lestur.

  • Á Íslandi eru tæplega 1600 einstaklingar sem eru greindir blindir eða sjónskertir.
  • Rúmlega fjórðungur allra fullorðinna einstaklinga á í vandræðum með lestur og ritun á einn eða annan hátt samkvæmt tölum frá Félagi lesblindra.
  • Markmið verkefnisins er að undirbúa, fjármagna og láta smíða vandaðaníslenskan talþjón sem verður sambærilegur og vandaðir erlendir talþjónar og býr yfir fjölbreyttum notkunarmöguleikum.
  • Um leið og þetta verkefni snýr að grundvallarmannréttindum fjölda fólks og bættum lífsgæðum þess, þá ætti að vera hægt að kynna verkefnið með breiðri skírskotun og leggja áherslu á að þetta verkefni snýst einnig um íslenskuna sem talmál í tölvuheimum og þann metnað sem íslenska þjóðin hefur fyrir tungumálinu sínu. Einn af hverjum þremur sem komnir eru yfir 70 ára aldur, einn af hverjum tveimur sem komnir eru yfir 80 ára aldur og fjórir af hverjum fimm sem komnir eru yfir 90 ára aldur, eru með skerta sjón, sem hefur áhrif á lestur.

 

 

Rauðu fjaðrarnefnd 2011:

Anna Kristin Gunnlaugsdóttir, Lkl. Fold, formaður nefndarinnar
Einar Þórðarson, Lkl.  Fjörgyn
Margrét Jónsdóttir, Lkl. Fold
Sigrún Pálsdóttir, Lkl. Perlan
Tómas Jónsson, Lkl. Þorlákshöfn

Svæðisstjórar

Í umdæmi 109A

Í umdæmi 109B