Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Forseti Ísland Ólafur Ragnar Grímsson, Ólafur Haraldsson fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins, Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins og Kristinn Hannesson fv. fjölumdæmisstjóri Lions. |
Á degi Hvíta Stafsins 15. október veitti Blindrafélagið Lionshreyfingunni á Íslandi Samfélagslampann. Það er mikill heiður sem Blindrafélagið sýnir Lionsfélögum á Íslandi með þessari viðurkenningu. Heiður sem Lionsfélagar eru svo sannarlega þakklátir fyrir og kunna að meta. Svona viðurkenning segir okkur líka að við séum á réttri braut í samstarfi okkar við Blindrafélagið. Það var forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem afhenti Kristni Hannessyni fulltrúa Lionshreyfingarinnar gripinn.
Tilgangurinn með veitingu Samfélagslampans er vekja athygli á félögum, fyrirtækjum, stofnunum og/eða tilteknum aðgerðum eða verkefnum, sem með einum eða öðrum hætti hafa stuðlað að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga.