Sigurður Guðmundsson

„Lions Hjón“

Fyrir 6 árum síðan var mér boðið að vera meðlimur í Lkl Hornafjarðar, það var umhugsunarefni sem ég þurfti aðeins að taka, og nokkrar spurningar vöknuðu t.d. „eru ekki bara gamlir karlar í Lions“  og  „nenni ég eitthvað að vera að ganga í hús og selja ljósaperur“ svo ég fór á stúfana og skoðaði samsetningu klúbbsins, þarna voru öðlingar á öllum aldri, svo ég tók þá ákvörðun að ganga til liðs við Lionsklúbb Hornafjarðar, „það var mikið og gott gæfuspor“ þá var ég aðeins 33 ára gamall, og var með yngri mönnum í klúbbnum, þetta ár var Unnsteinn Guðmundsson formaður og hans markmið var að yngja klúbbinn upp og komum við nokkrir ungir inn í klúbbinn þetta ár og árið á eftir, og það er að mínu mati líka gæfuspor fyrir klúbbinn, og reyndar tel ég það nauðsynlegt öllum Lionsklúbbum að fá ungt fólk til liðs við sig, ekki má þó skilja mig þannig að það séu óþarfa gamalmenni í klúbbunum, onei það eru mennirnir sem koma reynslu sinni til skila til þeirra yngri og ef eldri og reynsluríkari menn væru ekki til að koma þeim yngri áfram þá væru engir Lionsklúbbar, og svo öfugt ef engir yngri kæmu til að taka við klúbbunum þá væru engir Lionsklúbbar, þannig að þetta þarf að harmonera vel, en því miður er það staðreynd að nýliðun er ekki nægileg í sumum klúbbum og eru þeir að lognast útaf vegna þess.

Ein aðal ástæðan fyrir því er að ég tel að eldri Lionsfélagar haldi oft og gefi sér að yngra fólk kæri sig ekki um að starfa, en það er mesta vitleysa, ég hvet alla klúbba og félaga til að taka á sig rögg og spyrja þann er nálægt þeim stendur og er í yngri kantinum hvort að sá eða sú hafi áhuga á að starfa sem Lion félagi með klúbb viðkomandi, það gæti komið á óvart hvert svarið yrði.

Í Lionsklúbb Hornafjarðar eru nú nálægt 50 félagar og virkni er mjög góð, og aldursdreifing er til fyrirmyndar.

Síðan hef ég tekið að mér ýmis störf í mínum klúbb og hef gegnt ýmsum embættum, sem hafa styrkt mig mikið félagslega og skjálftinn í fótunum er töluvert minni núna ef ég þarf að tala fyrir framan hóp fólks, en alltaf einhver samt, nú er ég hluti af Gmt teymi á svæði 109A og hlakka til komandi starfsárs.

Og spurningin hvað er að vera Lionsfélagi ?

Í mínum huga er Lionsfélagi fyrst og fremst persóna sem er í hjálpar samtökum, sem hjálpar í öllu því mögulega og ómögulega sem upp kemur, alheimssamtök Lions eru vel þekkt fyrir líknar og hjálparstörf sín, og það er nauðsinlegt að standa við bakið á heimshjálp.

En það er líka og ekki síður nauðsinlegt að hjálpa heima og styðja við samfélagið sem og einstaklinga á heimasvæði hvers klúbbs, því hverjum klúbb ber að styðja við það samfélag sem styrkir og heldur hverjum klúbbi uppi fyrir sig, ef ekki væri fyrir samfélagið á Hornafirði þá væri enginn Lionsklúbbur á Hornafirði, það er fyrst og fremst fólkið í heimabyggð sem styrkir klúbbinn, og okkur ber samfélagsleg ábyrgð til að endurgjalda til baka inn í samfélagið, í því formi sem best og hentugast þykir, og ég er aldrei stoltari Lionsfélagi en þegar klúbburinn minn styður samfélagið okkar svo tekið er eftir.

En það sem hefur gefið mér mesta og besta tilfinningu fyrir að vera Lionsfélagi er það starf sem ekki er talað um eða auglýst, en það er að vera starfandi sem formaður eða í líknarnefnd Lionsklúbbs Hornafjarðar og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda vegna veikinda eða annars vanmættis.

Að lokum vil ég hvetja ungt fólk til að kynna sér Lionsstörfin og ganga til liðs við klúbb á sínu svæði, og ganga hnarreist um grundu og segja „ég styð við mitt samfélag“

Sigurður Guðmundsson Lkl Hornafjarðar.