Skammtímavistun fatlaðra á Akureyri færður nýr bíll

Skammtímavistun fatlaðra á Akureyri færður nýr bíll
Lionsklúbburinn Hængur heldur sitt árlega Hængsmót í 42. skiptið helgina 3. til 5. maí. Á mótinu keppa um 200 keppendur í Boccia og lýkur mótinu með veglegu lokahófi og balli.
Í upphafi mótsins mun klúbburinn afhenda nýja bifreið af gerðinni Mercedes Benz eVito sem leysir af hólmi eldri bifreið sem að Lionshreyfingin á Íslandi gaf til sama aðila árið 2006. Bíllinn er rafdrifinn og því verður rekstrarkostnaður og umhverfisspor hans minna en ella.