Stofnskrárhátíð Lkl. Ylfu á Akureyri

Ylfur

Stofnskrárhátíð Lkl. Ylfu á Akureyri var haldin föstudaginn 28. október. Nærri 70 manns tóku þátt í hátíðinni. Óvenjumargir heiðursgestir voru mættir og má þar nefna alþjóðastjórnarmann Lions, Guðrúnu Björt Yngvadóttur, Jón Bjarna Þorsteinsson frv. alþjóðastjórnarmann, fjölumdæmisstjórann og umdæmisstjóra 109B auk annarra og síðast en ekki síst bæjarstjórann á Akureyri og frv. Hængsfélaga, Eirík Björn Björgvinsson og konu hans Ölmu.

Ylfur58
Jörgensen umdæmisstjóri 109B  afhendir Rannveigu Heimisdóttur
formanni Ylfu stofnskrárskjalið

Ylfa er fyrsti og vonandi ekki síðasti Lionsklúbburinn, sem Lionsklúbbur Hængur stendur að stofnun á sem móðurklúbbur. Að vera móðurklúbbur er ekki aðeins heiður því það leggur einnig skyldur á herðar móðurklúbbnum, að sjá til þess að hinn nýi klúbbur vaxi og dafni til að verða sjálfstæður fyrirmyndarklúbbur sem starfi í anda Lions og láti gott af sér leiða fyrir nærsamfélagið og á alþjóðavísu.

Myndir frá athöfninni:

YlfurGG
Formaður Ylfu Rannveig Heimisdóttir tekur hér við fánanum frá
formanni Aspar, Ragnheiður Antonsdóttir og
formanni Lkl. Akureyrar Jóhannes Áslaugsson

Lkl. Ylfu voru færða margar góðar gjafir til notkunar við starfið,  klúbbfáni Ylfu er gjöf frá Lkl. Akureyrar og Lkl. Ösp.

Ylfur23
Guðrún Björt Yngvadóttir alþjóðarstjórnarmaður afhenti fánann sinn þeim  
Birni Guðmundssyni formanni Hængs og Ragnheiði Heimisdóttur formanni Ylfu

 

Ylfur47
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjórinn á
Akureyri ávarpar samkomuna