Stórtónleikar í Grafarvogskirkju 10. nóvember 2011

Lionsklúbburinn Fjörgyn heldur sína árlegu stórtónleika til styrktar BUGL, barna- og unglingageðdeildar LSH og Líknarstjóði Fjörgynjar 10. nóvember  n.k.  í Grafarvogskirkju. Með ágóða af þessum tónleikum vilja félagar í Fjörgyn m.a. leggja lið í baráttunni fyrir bættri heilsu og aðbúnaði barna hjá BUGL.  

fjrgyn_tnleikar_minna_plakat

Fjörgyn afhenti BUGL í janúar s.l. tvær bifreiðar til eignar. Þær eru notaðar fyrir starf með inniliggjandi börnum og unglingum og fyrir vettvangsteymi göngudeildar til að auðvelda þeim samskipti við skjólstæðingana á heimaslóðum. Einnig sér klúbburinn um rekstrarkostnað bifreiðanna í 3 ár í samvinnu við N1, Sjóvá og Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Við sama tækifæri gaf Fjörgyn BUGL fartölvu, skjávarpa og sýningartjald. Líknarsjóður Fjörgynjar hefur einnig stutt við unglingastarf Grafarvogskirkju og tekið þátt í matargjöfum um jólin.

Þessir árlegu tónleikar eru orðnir að föstum lið í lífi fólks sem kemur ár hvert og styrkir gott málefni og nýtur um leið tónlistarveislu þess mikla fjölda listamanna sem hefur lagt Fjörgyn lið og Fjörgynjarmenn standa í mikilli þakkarskuld við. Allir, sem tök hafa á, eru hvattir til að tryggja sér miða á tónleikana áður en það verður uppselt og hlýða á marga af bestu tónlistarmönnum landsins við mjög góðar aðstæður í einni stærstu kirkju landsins, um leið og stutt er við gott málefni. Þau sem fram koma eru:

Egill Ólafsson, Eyjólfur Kristjánsson, Fabula, Felix Bergsson, Geir Ólafs og Furstarnir, Greta Salóme og hljómsveit, Guðrún Gunnarsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Lay Low, Magnús Þór Sigmundsson, Páll Rósinkrans, Raggi Bjarna, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Stefán Hilmarsson, Karlakórinn Stefnir Mosfellsbæ og kórarnir Voces Maskulorum og Vox Populi.

Verð aðgöngumiða er kr. 3.000. Miðasala verður frá 31. október er til 9. nóvember hjá N1, Ártúnshöfða, Bíldshöfða og Gagnvegi. Einnig hjá Olís, Álfheimum, Gullinbrú og Norðlingaholti.