Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Svæðisfundur á svæði 4 var haldinn í fyrsta sinn í Eyjum síðast liðinn laugardag. Svæðisstjórinn Ingimar Heiðar Georgsson setti fundinn. Þeir klúbbar sem mættu voru: Lkl. Hveragerði, Lkl. Selfoss, Lkl. Emblur, Lkl. Geysir, Lkl. Laugardals, Lkl. Þorlákshafnar og Lkl. Vestmannaeyja. Formenn klúbbanna sögðu frá stöðinni í sínum klúbbum. Síðan var rætt um unglingaskipti. Þá var komið að því að kynna næsta svæðisstjóra sem er Hilmar Einarsson frá Lkl. Laugardals. Að lokum var rætt um fjölgun í klúbbum og passa sérstaklega upp á nýju félagana. Eftir fundinn var boðið upp á súpu frá Einsa kalda og að síðustu var farið í rútuferð um Eyjuna.
Kveðja
Sævar Þórsson